Viðskipti innlent

Launavísitalan hækkaði um 0,9 prósent

KB banki.
KB banki.

Launavísitala Hagstofu Íslands hækkaði um 0,9 prósent í maí frá því í mánuðinum á undan. Þetta er mesta hækkun á milli mánaða síðan í mars árið 2001 ef litið er framhjá launahækkunum í janúar síðastliðnum, að sögn greiningardeildar KB banka.

Deildin segir hækkunina engu að síður minni en sem nemur verðlagshækkunum og því hafi kaupmáttur rýrnað um 0,3 prósent. Slíkt hefur nú gerst þrjá mánuði í röð.

Að sögn KB banka nemur tólf mánaða hækkun launavísitölunnar 8,7 prósentum sem er 0,3 prósentustigum meira en í mánuðinum á undan en tólf mánaða kaupmáttaraukning er nú 0,9 prósent miðað við 1,8 prósent í síðasta mánuði, að sögn greiningardeildarinnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×