Erlent

Bush Bandaríkjaforseti kominn á sjötugsaldur

Fólk hafði safnast saman við Hvíta húsið í dag og söng afmælissönginn fyrir forsetann.
Fólk hafði safnast saman við Hvíta húsið í dag og söng afmælissönginn fyrir forsetann. MYND/AP

George Bush, Bandaríkjaforseti, er sextugur í dag. Hann ætlar þó ekki að halda daginn hátíðlega. Bush gerði lítið úr aldri sínum í dag og sagði að kvöldið yrði notað til að snæða kvöldverð með stjórnmálamönnum í Chicago, þess á meðal borgarstjóranum og demókratanum Richard Daley.

Bush er í raun búinn að halda upp á afmælið en það gerði hann á þjóðhátíðardegi Bandaríkjamanna, 4. júlí, þegar fjölskylda hans og vinir borðuðu saman. Á meðal afmælisgjafa sem bárust forsetanum í dag var beltasylgja frá Stephen Harper, forsætisráðherra Kanada.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×