Réttarhöldum yfir Saddam Hussein hefur verið frestað í um tvær vikur. Dómarinn í málinu ætlar að freista þess að reyna að fá Saddam og verjendur hans til að mæta á ný í réttarsal eftir að hafa hundsað réttarhöldin um skeið.
Dómarinn sagði að réttarhöldunum yrði framhaldið 24. júlí hvort sem að sakborningar myndu þá mæta eða ekki.