Erlent

Slóvenar taka upp evruna

MYND/AP

Fjármálaráðherra Evrópusambandsins tilkynnti í dag að umsókn Slóveníu um að taka upp evru sem gjaldmiðil hafi verið samþykkt. Slóvenar verða þar með þrettánda þjóðin til að verða aðili að myntbandalagi Evrópu. Slóvenía varð aðili að Evrópusambandinu árið 2004 á sama tíma og níu önnur Evrópulönd, en verður nú fyrst þessra ríkja til að taka upp evruna. Evran verður formlega orðin opinber gjaldmiðill í Slóveníu 1. janúar næstkomandi, og gamli gjaldmiðillinn, tolar, mun þá heyra sögunni til.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×