Erlent

Tveir handteknir fyrir ódæðið í Mumbai

Mynd/AP

Lögreglan í Nepal hefur handtekið tvo Pakistana sem grunaðir eru um ódæðið í Mumbai á Indlandi á þriðjudag. Um tvö hundruð manns létu lífið í hryðjuverkaárás á farþegalestakerfi borgarinnar.

Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á hryðjuverknum í Mumbai á Indlandi. Átta sprengjur voru sprengdar á ellefu mínútum á háanna tíma í farþegalestum í Mumbai í á þriðjudagskvöldið. Hátt í tvö hundruð manns fórust og um sjö hundruð slösuðust.

Lögreglan hefur yfirheyrt mörg hundruð manns í tengslum við rannsóknina og skoðað herská íslömsk samtök og uppreinsarhópa.

Lögreglan í Mumbai tilkynnti í morgun að lögreglan í Nepal hefði handtekið tvo pakistanska karlmenn í tengslum við rannsóknina og verið sé að leita að þeim þriðja. Mennirnir voru handteknir á hóteli í Katmandu í þriðjudaginn en þeir voru leiddir fyrir dómara í dag sem úrskurðaði að þeir skyldu verða sæta gæsluvarðhaldi næstu fimm dagana. Þeir neituðu báðir fyrir dómi í dag að hafa tekið þátt í skipulagningu hryðjuverkanna.

Stjórnvöld á Indlandi hafa oft lýst áhyggjum yfir að herskáir hópar múslima frá Pakistan og Kasmír fari í gegnum Nepal á leið sinni til Indlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×