Erlent

Níu Ísraelar féllu í árás Hezbollah á Haifa

Björgunarmenn fjarlægja lík fórnarlamba árásanna á lestarstöð í Haifa
Björgunarmenn fjarlægja lík fórnarlamba árásanna á lestarstöð í Haifa MYND/AP

Sprengjuárásir Ísraela og skæruliðasamtakanna Hezbollah halda áfram á báða bóga. Bæir í norðurhluta Ísraels, við landamærin að Líbanon, hafa nú flestir verið yfirgefnir vegna sprengjuárása Hezbollah undanfarna daga. Hezbollah-skæruliðasamtökin gerðu árás á ísraelsku hafnarborgina Haifa í morgun, þar sem í það minnsta níu manns létu lífið.

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna komst ekki að samkomulagi um að kalla til vopnahlés milli Ísraela og Hezbollah, eins og forsætisráðherra Líbanons bað um í gær. Líbanskir diplómatar kenna Bandaríkjamönnum um að hafa stöðvað tillöguna í ráðinu en þeir beittu neitunarvaldi gegn tillögu um refsiaðgerðir gegn Ísraelum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×