Erlent

Einn leiðtoga Rauðu kmeranna liggur fyrir dauðanum

Ta Mok í fangaklefa sínum í herfangelsi í Phnom Penh í Kambódíu árið 1999
Ta Mok í fangaklefa sínum í herfangelsi í Phnom Penh í Kambódíu árið 1999 MYND/AP
Einn af herforingjum Rauðu kmeranna í Kambódíu liggur nú í dauðadái og eiga læknar ekki von á bata. Ta Mok hlaut viðurnefnið slátrarinn í þjóðernishreinsunum khmeranna i Kambódíu á áttunda áratugnum, sem eru með þeim verstu sem áttu sér stað í heiminum á síðustu öld. Óttast er að flestir ábyrgðarmanna þjóðarmorðanna verði látnir áður en næst að dæma þá fyrir glæpina sem þeir frömdu, en réttarhöld yfir þeim hafa enn ekki hafist. Málin hafa þó mjakast í rétta átt í mánuðinum þegar embættismenn voru kosnir til að skipuleggja réttarhöldin yfir þeim.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×