Erlent

Votta leiðtoga rauðu kmeranna virðingu sína

MYND/AP

Hundruð Kambódíumanna hafa í dag vottað Ta Mok, einum af leiðtogum hinna illræmdu rauðu kmera, virðingu sína en hann andaðist í gær. Hann er sakaður að hafa í stjórnartíð rauðu kmeranna á áttunda áratug síðustu aldar stýrt einhverjum umfangsmestu þjóðarmorðum sögunnar en 1,7 milljónir Kambódíumanna dóu á valdatíma þeirra.

Á næsta ári eiga að fara fram sérstök réttarhöld á vegum Sameinuðu þjóðanna og átti Ta Mok, sem á sínum tíma var kallaður slátrarinn, að vera í þeim hópi. Útför hans í morgun var að hætti Búddista og þykir mörgum það kaldhæðnislegt þar sem trúarbrögð voru stranglega bönnuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×