Innlent

Á annað hundrað manns í mótmælabúðum

Búðir Íslandsvina undir Snæfelli.
Búðir Íslandsvina undir Snæfelli. MYND/NFS

Á annað hundrað manns eru nú komnir í mótmælabúðir Íslandsvina undir Snæfelli. Hópurinn er þessa stundina á göngu um það svæði sem fer undir vatn þegar byrjað verður að safna í Hálslón í haust.

Búðir Íslandsvina hófust í gær og eru um áttatíu tjöld á svæðinu. Í morgun keyrðu svo rúta og jeppar með fólkið áleiðis í göngu um það svæði sem fer undir vatn þegar byrjað verður að safna í lónið í haust. Gengið var frá Töfrafossum og á meðal annars að ganga niður með Kringilsá. Hundrað og tíu manns skráðu sig í gönguna sem tekur megnið af deginum.

Helmingur þeirra sem dvelur í búðunum eru útlendingar en þeirra á meðal eru einstaklingar sem handteknir voru af lögreglunni í fyrra fyrir skemmdir á virkjanasvæðinu. Óskar Bjartmarz, yfirlögregluþjónn á Egilsstöðum, segir lögreglu vita til þess einhverjir þeirra sem þeir þurftu að hafa afskipti af í fyrra séu komnir á svæðið. Hann segir lögreglu ekki vera með neina vakt við Snæfell hins vegar hafi þeir eftirlit með virkjanasvæðinu og séu tilbúnir ef eitthvað komi upp á.

Helena segir að mótmæli Íslandsvina séu friðsamlega þó þau geti ekki ábyrgst alla í hópnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×