Erlent

Tuttugu og tveir látast vegna hitabylgju

Þessi gosbrunnur á Concorde torgi í París hefur verið vinsæll meðal þeirra sem vilja kæla sig niður í hitanum.
Þessi gosbrunnur á Concorde torgi í París hefur verið vinsæll meðal þeirra sem vilja kæla sig niður í hitanum. Mynd/AP

Tuttugu og tveir hafa látist í hitabylgju í Frakklandi. Fólk hefur einnig látist af völdum hita í öðrum Evrópulöndum síðustu daga en flestir í Frakklandi. Talið er að hitinn þar verði á bilinnu 36 til 38 gráður næstu daga. Læknar óttast að hitabylgjan í ár verði jafn manskæð og fyrir þremur árum þegar sjúkarhús víða um Evrópu fylltust og fimmtán 15.000 manns létust úr ofþornun, hitaslagi og hjartabilun, aðallega eldra fólk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×