Erlent

Mótmæli fyrir utan ísraelska sendiráðið í París

Um hundrað og fimmtíu manns mótmæltu innrás Ísraela í Líbanon fyrir utan ísraelska sendiráðið í París höfuðborg Frakklands í gær. Mótmælin fóru friðsamlega fram. Mótmælendurnir báru franska og líbanska fána og mótmælaspjöld til stuðnings Líbönum. Fram til þessa hafa um fjögur hundruð manns látist í stríðsátökunum í Líbanon og um sex hundruð þúsund Líbananar hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Ísraelar hafa misst 36 manns í átökunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×