Innlent

Olíuflutningabíllinn var á um 90 km hraða

Mynd/Ingólfur Sigfússon

Olíubíllinn sem valt á þjóðveginum í Ljósavatnsskarði í gærmorgun, virðist hafa verið á ólöglegum hraða, samkvæmt ökurita bílsins. Að sögn Sigurðar Brynjólfssonar hjá lögreglunni á Húsavík, bendir fyrsta athugun á ökuritanum til þess að bíllinn hafi veri á 90 kílómetra hraða þegar hann mætti stórum flutningabíl, andartaki áður en hann valt. Það er tíu kílómetra hraði yfir löglegan hámarkshraða hjá svona bílum. Í sama mund og hann mætti flutningabílnum, virðist ökumaður olíubílisins hafa misst vinstri hjólin fram af smá brún niður á malar öxlina fyir utan og reynt að sveigja bílinn til hægri upp á slitlagið aftur. Þá hafi komið slinkur á full fermdan bílinn þannig að vinstri hjólin sigu aðeins ofan í vegöxlina undan þunganum, en öxlin gaf sig ekki. Framhjólið hafi svo skyndilega náð upp á slitlagið í of krappri beygju og því hafi bíllinn oltið á veginum sjálfum, líkt og dæmi eru um hjá fólksbílum við sömu aðstæður. Ökuritinn verður nú sendur til nákvæmari rannsóknar og ekkert aðhafst frekar í máli bílstjórans, fyrr en niðurstöður eru fengnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×