Innlent

Samfylkingin skorar á ríkisstjórnina að grípa til aðgerða

Þingflokkur Samfylkingarinnar skorar á ríkisstjórn Íslands að beita sér með öllum tiltækum ráðum fyrir því að alþjóðasamfélagið grípi til aðgerða til að stöðva mannréttindabrot Ísraelshers í Líbanon. Í fréttatilkynningu frá Samfylkingunni segir að árásir Ísraela á óbreytta borgara og borgaraleg skotmörk eigi ekkert skylt við rétt fólk til að verja sig í neyð. Árásir Ísraela m.a. á saklausa borgara og samgöngumannvirki séu skýlaust brot á Genfarsáttmálanum. Samfylkinginn vill að stjórnvöld þrýsti á um tafarlaust vopnahlé svo tóm gefist til pólitískra lausn og fólk geti snúið til síns heima. Ríkisstjórnin megi ekki sitja aðgerðalaus hjá og verði því að láta skoðun Íslands heyrast á alþjóðavettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×