Fótbolti

Stuðningsmenn Liverpool smeykir við að fara til Ísrael

Stuðningsmönnum Liverpool líst ekki vel á að fara til Ísrael
Stuðningsmönnum Liverpool líst ekki vel á að fara til Ísrael NordicPhotos/GettyImages
Formaður alþjóðlegs stuðningsmannaklúbbs Liverpool er lítt hrifinn af því að liðið neyðist til að spila síðari leik sinni í þriðju umferð forkeppni meistaradeildarinnar í Ísrael, en mikill ófriður hefur verið í landinu að undanförnu. Liverpool mætir liði Maccabi Haifa frá Ísrael og á að spila útileik sinn í Haifa þann 22. eða 23. ágúst.

"Ég held að stuðningsmenn Liverpool ættu ekki einu sinni að íhuga að fara til Haifa á þennan leik, því þeir yrðu skotmark í borginni frá fyrstu mínútu. Allir yrðu í hættu," sagði talsmaður klúbbsins. Talsmenn Haifa hafa lagt til að leikurinn yrði færður til Tel Aviv þar sem þeir vilja meina að ástandið sé mun rólegra, en þessu vísar talsmaður stuðningsmannaklúbbs Liverpool alfarið á bug og segir allt landið vera suðupott.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×