Innlent

Ungir sjálfstæðismenn verja skattaupplýsingar

Ungir sjálfstæðismenn reyndu að koma í veg fyrir að fólk skoðaði skattskrána á skrifstofu Skattstjórans í Reykjavík í dag, þegar álagning skatta á landsmenn var gerð opinber. Í ályktun sem stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna sendi frá sér í dag er talað um opinberun gagnanna sem ósóma.

Þar segir að almenningur þurfi ekki einungis að greiða ríkinu stóran hluta tekna sinna heldur líka þola það að persónulegar upplýsingar séu til sýnis í tvær vikur. Sérstaklega er deilt á þá framkvæmd skattstjóra að vinna sérstaka lista úr álagningarskrám til að dreifa til fjölmiðla. Slíkt segja þeir vera brot á skattalögum. Stjórn Sambands ungra Sjálfstæðismanna segir opinberun upplýsinga um skattgreiðslur fólks bjóða upp á misnotkun og grafa undan launaleynd á vinnumarkaði.

Ungir Sjálfstæðismenn stóðu vörð um viðkvæmar persónuupplýsingar skattgreiðenda hjá embætti ríkissaksóknara í Reykjavík í dag og ætla að reyna að gera það áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×