Innlent

Finnur leiguhúsnæði um allan heim

Íslenski leitarvefurinn http://www.evesta.is/ var nýlega opnaður. Vefurinn finnur skammtíma húsnæði um allan heim. Hægt er að tryggja sér gististað í fríinu áður en haldið er á vit ævintýranna.

Vefurinn geymir upplýsingar um gististaði yfir þúsund áfangastaða, allt frá stúdíóíbúðum til glæsilegra miðaldakastala.

þeir sem vilja leigja út íbúðir sínar í styttri tíma geta einnig nýtt sér vefinn til að auglýsa þær. Hægt er að velja um að halda sér á heimamarkaði eða gera íbúðina aðgengilega öllum í heiminum.

Evesta rekur einnig http://www.evesta.com/ sem er ensk útgáfa og í bígerð er að opna vefinn í tíu löndum á fjórtán tungumálum. Það má því segja að um stærðarinnar útrásarverkefni hjá þessu íslenska netfyrirtæki sé að ræða.

"Markmið Evesta er að bylta alþjóðlegri markaðssetningu á skammtíma leiguhúsnæði. Víkka sjóndeildarhring fólks sem leitar sér að gistingu á ferðalögum og skapa bestu lausn á markaðnum fyrir ferðamenn og eigendur orlofseigna," segir í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×