Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar. Skjálftinn við Grjótárvatn varð á um sautján kílómetra dýpi.
Töluvert hefur verið um skjálfta á svæðinu við Grjótárvatn síðustu vikurnar, en þann 18. desember síðastliðinn varð skjálfti 3,2 að stærð og var það um að ræða stærsta skjálftann í Ljósufjallakerfinu frá upphafi mælinga.
Að neðan má sjá frétt úr kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 19. desember þar sem Kristján Már Unnarsson fréttamaður ræddi um eldstöðvakerfið.