Innlent

Ökuníðingur á Selfossi

Ungur maður var sviptur ökuréttindum eftir að hafa ekið um Selfoss á ofsahraða. Ökuferð mannsins endaði inni í húsgarði.

Það var í nótt, rétt eftir klukkan eitt sem lögreglan á Selfossi ók fram á bláa Camaro bifreið á Tryggvatorgi rétt við Ölfusárbrú. Ökumaðurinn var að gera að sér það að leika að spóla og spæna á hringtorginu og þegar hann varð lögreglu var ákvað hann að stinga af. Upphófst þá mikill eltingarleikur lögreglunnar en ökumaðurinn ók sem leið lá inn á Eyrarveg, yfir hringtorgið þar og þaðan niður Fossheiði á ofsahraða. Þegar hann kom að hringtorginu við Tryggvagötu ók hann niður tvö umferðarskilti og affelgaði við það bílinn. Það varð þó ekki til þess að hann stöðvaði bifreiðina heldur hélt hann áfram ofsaakstrinum eftir Háengi, þaðan inn á göngustíg og endaði svo ferðina í bakgarðinum heima hjá sér þar sem lögregla loks náði honum.

Í ljós koma að ökuníðingurinn hafði fengið bílinn að láni í þeim tilgangi að prufukeyra hann og hugsanlega festa kaup á honum. Hann verður nú að greiða um tvær milljónir fyrir bílinn og á yfir höfði sér ákæru fyrir afstungu, eignarspjöll, tillitsleysi í umferðinni, að fara ekki að tilmælum lögreglu og hraðakstur. Maðurinn var sviptur ökuréttindum á staðnum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×