Gætu verið elstu prentuðu bækur landsins 30. júlí 2006 19:15 Tvær bækur fundust í uppgreftrinum á Skriðuklaustri í einni og sömu gröfinni sem er einsdæmi. Önnur bókanna var hugsanlega prentuð í fyrstu prentsmiðju landsins að Hólum. Margir af helstu fornleifasérfræðingum heims hafa komið hingað til lands að undanförnu til að taka þátt í rannsóknum á þeim munum sem finnast í uppgreftrum fornleifafræðinga víða um land.Einn slíkur er staddur á Skriðuklaustri en það er doktor Elsa Pacciani, einn fremsti beinafræðingur Ítala en hún getur meðal annars lesið úr sliti á beinum og beinafestingum hvað einstaklingar hafa líklegast unnið við.Bækurnar sem fundust að Klaustri, fundust í gröf manns sem að öllum líkindum var var mjög háttsettur maður í Klaustrinu eru líklega frá 15. eða 16. öld. Fornleifafræðingar hafa unnið að undanförnu að uppgreftri í tveimur gröfum sem fundust í kór klaustursins á Skriðu. Í annarri gröfinni fannst bronsspenna en við nánari athugun kom í ljós um bókarspennu var að ræða. Ekki er búið að hreinsa bækurnar en þær hafa verið sendar til Reykjavíkur til rannsóknar.Í það minnsta önnur bókin er prentuð og vitað er að Jón Arason lét prenta bækur á Hólum fyrir siðaskipti og gætu bækurnar því verið frá honum. Hugsanlega eru þó þarna á ferðinni innfluttar sálmabækur. Uppgreftrinum á Skriðu lýkur á næstunni og við taka rannsóknir á þeim munum sem fundist hafa. Ragnheiður Traustadóttir, forsvarsmaður Hólarannsóknarinnar segir afar spennandi að fá úr því skorið hvort bækurnar hafi verið prentaðar á Hólum, í fyrstu prentsmiðju sem flutt var til landsins. Það væru þá elstu leifar bóka sem prentaðar hefðu verið á Íslandi. Sérfræðingar Hólarannsóknarinnar hafa varið miklum tíma undanfarin ár í að rannsaka prenthúsin á Hólum en elstu húsaleifarnar eru frá seinni hluta 16. aldar þannig að ekki er víst að enn hafi fundist prentsmiðja Jóns Arasonar. Fréttir Innlent Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Tvær bækur fundust í uppgreftrinum á Skriðuklaustri í einni og sömu gröfinni sem er einsdæmi. Önnur bókanna var hugsanlega prentuð í fyrstu prentsmiðju landsins að Hólum. Margir af helstu fornleifasérfræðingum heims hafa komið hingað til lands að undanförnu til að taka þátt í rannsóknum á þeim munum sem finnast í uppgreftrum fornleifafræðinga víða um land.Einn slíkur er staddur á Skriðuklaustri en það er doktor Elsa Pacciani, einn fremsti beinafræðingur Ítala en hún getur meðal annars lesið úr sliti á beinum og beinafestingum hvað einstaklingar hafa líklegast unnið við.Bækurnar sem fundust að Klaustri, fundust í gröf manns sem að öllum líkindum var var mjög háttsettur maður í Klaustrinu eru líklega frá 15. eða 16. öld. Fornleifafræðingar hafa unnið að undanförnu að uppgreftri í tveimur gröfum sem fundust í kór klaustursins á Skriðu. Í annarri gröfinni fannst bronsspenna en við nánari athugun kom í ljós um bókarspennu var að ræða. Ekki er búið að hreinsa bækurnar en þær hafa verið sendar til Reykjavíkur til rannsóknar.Í það minnsta önnur bókin er prentuð og vitað er að Jón Arason lét prenta bækur á Hólum fyrir siðaskipti og gætu bækurnar því verið frá honum. Hugsanlega eru þó þarna á ferðinni innfluttar sálmabækur. Uppgreftrinum á Skriðu lýkur á næstunni og við taka rannsóknir á þeim munum sem fundist hafa. Ragnheiður Traustadóttir, forsvarsmaður Hólarannsóknarinnar segir afar spennandi að fá úr því skorið hvort bækurnar hafi verið prentaðar á Hólum, í fyrstu prentsmiðju sem flutt var til landsins. Það væru þá elstu leifar bóka sem prentaðar hefðu verið á Íslandi. Sérfræðingar Hólarannsóknarinnar hafa varið miklum tíma undanfarin ár í að rannsaka prenthúsin á Hólum en elstu húsaleifarnar eru frá seinni hluta 16. aldar þannig að ekki er víst að enn hafi fundist prentsmiðja Jóns Arasonar.
Fréttir Innlent Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira