Innlent

Laun stjórnenda fjármálafyrirtækja hækka meira en annarra

Laun stjórnenda fjármálafyrirtækja hækka mun meira en laun annarra stjórnenda í þjóðfélaginu, samkvæmt samantekt Frjálsrar verslunar, og höfðu fimm tekjuhæstu mennirnir í þeim flokki á bilinu tíu til tuttugu og tvær milljónir króna á mánuði.

Sigurður Helgason fyrrverandi forstjóri Flugleiða er í fyrsta sæti, næstur er Magnús Jónsson forstjóri Atorku, Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri Baugs, Ragnhildur Geirsdóttir fyrrverandi forstjóri Flugleiða og Steinn Logi Björnsson forstjóri Húsamsiðjunnar.

Stjórnendur fjármálafyrirtækja skera sig úr og er Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri KB banka hæstur, svo Halldór J. Kristjánsson bankastjóri Landsbankans, Styrmir Þór Bragason framkvæmdastjóri MP banka, Þórarinn Sveinsson framkvæmdastjóri í KB banka og Sigurður Örn Jónsson, Bank of America.

Í stjórnsýslunni er Ólafur Ragnar Grímsson forseti, efstur, næstu er Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra, Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti, Björn Bjarnason Dóms- og Kirkjumálaráðherra, Guðmundur Hallvarðsson Alþingismaður og Halldór Ásgrímsson fyrrverandi forsætisráðherra. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×