Innlent

Jarðhitinn sparar okkur 30 milljarða árlega í hitakostnað

Gufuaflsvirkjunin að Nesjavöllum
Gufuaflsvirkjunin að Nesjavöllum MYND/Gunnar V. Andrésson

Jarðhitinn á Íslandi sparar þjóðarbúinu 30 milljarða árlega í upphitun húsa. Brenna þyrfi 800 þúsund tonnum af jarðeldsneyti á ári, ef kynda ætti allan húsakost landsmanna upp með olíu. Jarðvarminn á Íslandi er þannig jafnvel verðmætari en fólk gerir sér grein fyrir að mati Sigurðar Friðleifssonar hjá Orkusetri.

Orkusetrið er undir Orkustofnun og vinnur að leiðum til orkusparnaðar og fræðslu um skilvirka orkunotkun. Sigurður segir að ef heimili landsins væru hituð upp með olíu í stað jarðhita þyrfti um 800 þúsund tonn af olíu árlega. Þessi 800 þúsund tonn af olíu myndu kosta um 30 milljarða miðað við núverandi verðlag. Þegar þeim væri brennt myndu losna um 2,5 milljónir tonna af koltvísoxíði út í andrúmsloftið. Til samanburðar losar bílafloti landsmanna um 700 þúsund tonn af koltvíoxíði árlega, segir Sigurður, en það þykir gríðarlega mikið miðað við höfðatölu.

Ef hita ætti heimili landsins með rafmagni myndi þurfa 5800 gígavattstundir af raforku á ári. Til samanburðar framleiðir Kárahnjúkavirkjun 4600 gígavattstundir af raforku árlega. Hins vegar væri hægt að framleiða rafmagn fyrir sex sinnum fleiri heimili en nú eru í landinu með jarðvarmanum einum. Þannig væri til rafmagn fyrir um 2 milljónir manna.

Jarðvarminn er því öfundsverð og verðmætt auðlind sem Íslendingar mættu fara sparlegar með að mati Sigurðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×