Ekki gerð krafa um tafarlaust vopnahlé 1. ágúst 2006 18:45 Útvötnuð yfirlýsing um átökin í Líbanon varð afrakstur neyðarfundar utanríkisráðherra Evrópusambandsríkjanna í Brussel í dag. Andstaða Breta og Þjóðverja kom í veg fyrir kröfu um tafarlaust vopnahlé. Þegar komið var til fundarins í dag var það ætlun Frakka og Finna að fá samþykkta yfirlýsingu þar sem gerð yrði krafa um tafarlaust vopnahlé milli Ísraela og skæruliða Hizbollah í Suður-Líbanon. Það fékkst þó ekki í gegn fyrir andstöðu Breta og Þjóðverja sem nutu stuðnings Pólverja og Tékka. Þessi fjögur ríki styðja því stefnu Bandaríkjastjórnar sem ekki hefur viljað krefjast vopnahlés nú þegar og sagt það ótímabært. Yfirlýsing utanríkisráðherranna í Brussel í dag var því af mörgum talin útvötnuð. Þar var gerð sú krafa að átökum yrði hætt nú þegar en þá yrði hægt að koma á vopnahlé. Stjórnmálaskýrendur segja að með stefnu sinni séu Bretar og Þjóðverjar að setja ofan í við Jacques Chirac, Frakklandsforseta, sem hefur krafist tafarlaus vopnahlés. Evrópusambandið ætlar þó ekki að setja Hizbollah-samtökin á lista sinn yfir hryðjuverkasamtök enn sem komið er. Þetta sagði Erkki Tuomioja, utanríkisráðherra Finnlands, nú síðdegis. Tvö hundruð og þrettán þingmenn neðrideildar Bandaríkjaþings hafa sent Javier Solana, utanríkismálastjór Evrópusambandsins bréf þar sem þess er krafist. Bílalest kom með hjálpargögn til Kana í Suður-Líbanon í morgun þrátt fyrir að Ísraelar haldi loftárásum sínum áfram. Ísraelskur landher sækir nú lengra inn í suðurhluta landsins til að berjast gegn skæruliðum Hizbollah. Hermenn hafa sótt inn í þorp á svæðinu þar sem ekki hefur verið barist fyrr. Svo virðist sem Ísraelar ætli einnig að ráðast á norður hluta landsins en þeir hafa hvatt íbúa við Litani-á í Norður-Ísrael til að yfirgefa heimili sín. Ísraelar segja loftárásir hefjast af fullum krafti eftir klukkan tíu í kvöld að íslenskum tíma þegar tveggja daga hlé á loftárásum í suðurhlutanum er liðið. Loftárásir hafa þó verið gerðar á þeim tíma en að sögn ísraelskra hermálayfirvalda hefur það aðeins verið til að verja hermenn á jörðu niðri. Erlent Fréttir Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Sjá meira
Útvötnuð yfirlýsing um átökin í Líbanon varð afrakstur neyðarfundar utanríkisráðherra Evrópusambandsríkjanna í Brussel í dag. Andstaða Breta og Þjóðverja kom í veg fyrir kröfu um tafarlaust vopnahlé. Þegar komið var til fundarins í dag var það ætlun Frakka og Finna að fá samþykkta yfirlýsingu þar sem gerð yrði krafa um tafarlaust vopnahlé milli Ísraela og skæruliða Hizbollah í Suður-Líbanon. Það fékkst þó ekki í gegn fyrir andstöðu Breta og Þjóðverja sem nutu stuðnings Pólverja og Tékka. Þessi fjögur ríki styðja því stefnu Bandaríkjastjórnar sem ekki hefur viljað krefjast vopnahlés nú þegar og sagt það ótímabært. Yfirlýsing utanríkisráðherranna í Brussel í dag var því af mörgum talin útvötnuð. Þar var gerð sú krafa að átökum yrði hætt nú þegar en þá yrði hægt að koma á vopnahlé. Stjórnmálaskýrendur segja að með stefnu sinni séu Bretar og Þjóðverjar að setja ofan í við Jacques Chirac, Frakklandsforseta, sem hefur krafist tafarlaus vopnahlés. Evrópusambandið ætlar þó ekki að setja Hizbollah-samtökin á lista sinn yfir hryðjuverkasamtök enn sem komið er. Þetta sagði Erkki Tuomioja, utanríkisráðherra Finnlands, nú síðdegis. Tvö hundruð og þrettán þingmenn neðrideildar Bandaríkjaþings hafa sent Javier Solana, utanríkismálastjór Evrópusambandsins bréf þar sem þess er krafist. Bílalest kom með hjálpargögn til Kana í Suður-Líbanon í morgun þrátt fyrir að Ísraelar haldi loftárásum sínum áfram. Ísraelskur landher sækir nú lengra inn í suðurhluta landsins til að berjast gegn skæruliðum Hizbollah. Hermenn hafa sótt inn í þorp á svæðinu þar sem ekki hefur verið barist fyrr. Svo virðist sem Ísraelar ætli einnig að ráðast á norður hluta landsins en þeir hafa hvatt íbúa við Litani-á í Norður-Ísrael til að yfirgefa heimili sín. Ísraelar segja loftárásir hefjast af fullum krafti eftir klukkan tíu í kvöld að íslenskum tíma þegar tveggja daga hlé á loftárásum í suðurhlutanum er liðið. Loftárásir hafa þó verið gerðar á þeim tíma en að sögn ísraelskra hermálayfirvalda hefur það aðeins verið til að verja hermenn á jörðu niðri.
Erlent Fréttir Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Sjá meira