Innlent

Íbúum af erlendum uppruna fækkar á Vestfjörðum

Frá Tálknafirði.
Frá Tálknafirði. Mynd/Vilhelm

Íbúum á Vestfjörðum með erlent ríkisfang fækkaði um 6,7% frá árinu 2000 til 2005, eða úr 499 í 466. Fréttavefur bæjarins besta á Ísafirði greinir frá því að á sama tíma hafi heildarfjölda íbúa á Vestfjörðum einnig fækkað um tæp 5% eða úr 7.429 í 7.085 íbúa. Miðað við íbúafjölda á Vestfjörðum þá eru hlutfallslega flestir íbúar með erlent ríkisfang búsettir á Tálknafirði eða 12,3% og hefur þeim fjölgað mjög síðan árið 2000 þegar þeir voru um 1,9%.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×