Enn deilt um orðalag ályktunar 11. ágúst 2006 12:30 Faðir við lík eiginkonu sinnar og sonar í úthverfi Beirút. MYND/AP Sprengjur hafa dunið á Beirút, höfuðborg Líbanons, í morgun um leið og forsætisráðherra landsins fundar þar með fulltrúum Bandaríkjastjórnar. Vonast er til að samkomulag náist í dag um orðalag ályktunar í deilu Ísraela og Hizbollah-skæruliða. Ísraelar hófu á ný loftárásir á suðurhluta Beirút í dögun. Minnst tuttugu háværar sprengingar mátti heyra um alla borg í morgun. Líbanskir fjölmiðlar segja sprengjum hafa rignt yfir vígi Hizbollah-skæruliða í Dahieh-hverfi í borginni. Engar fregnir hafa borist af mannfalli í árásunum. Svo virðist sem íbúar í hverfinu hafi komið sér á brott fyrir mánuði síðan og byggingar virðast standa auðar. Ísraelsher hefur varað íbúa á tilteknum svæðum í Beirút við yfirvofandi árásum og hvatt þá til að forða sér. Minnst þrettán Líbanar féllu og átján særðust í loftárás Ísraela annars staðar í landinu. Síðan í morgun hefur flugskeytum Hizbollah-skæruliða rignt yfir hafnarborgina Haifa í Norður-Ísrael. Enn er þrýst á um að ályktun Frakka og Bandaríkjamanna, sem miðar að því að binda enda á átökin, verði lögð fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og greidd um hana atkvæði. Deilt er um orðalag og hvenær liðsflutningar til og frá Suður-Líbanon fari fram. Árangurslausum fundi í ráðinu lauk í gærkvöldi en áætlað er að áfram verði fundað síðar í dag. Bandaríkjamenn segjast vongóðir um að hægt verði að greiða atkvæði um nýja ályktun í dag. Rússar eru þó ekki jafn vongóðir og leggja til að átökum verði hætt í þrjá sólarhringa svo hægt verði að koma hjálpargögnum til nauðstaddra í Suður-Líbanon. Meðan sprengjum var varpað á Beirút í morgun átti Fuad Saniora, forsætisráðherra Líbanons, fund með David Welch, aðstoðar utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í miðri höfuðborginni. Líbanar munu enn hafa eitthvað við ályktunardrög Frakka og Bandaríkjamanna að athuga þó breytingar hafi þegar verið gerðar á orðalaginu að hluta. Líbanar hafa krafist þess að Ísraelsher hverfi á brott frá Líbanon um leið og vopnahlé taki gildi. Þá muni líbönsk stjórnvöld senda fimmtán þúsund hermenn til suðurhluta landsins. Ísraelar taka hins vegar ekki í mál að hverfa á brott frá Suður-Líbanon fyrr en alþjóðlegt herliði hafi verið sent þangað en það getur tekið margar vikur og jafnvel mánuði. Erlent Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Sprengjur hafa dunið á Beirút, höfuðborg Líbanons, í morgun um leið og forsætisráðherra landsins fundar þar með fulltrúum Bandaríkjastjórnar. Vonast er til að samkomulag náist í dag um orðalag ályktunar í deilu Ísraela og Hizbollah-skæruliða. Ísraelar hófu á ný loftárásir á suðurhluta Beirút í dögun. Minnst tuttugu háværar sprengingar mátti heyra um alla borg í morgun. Líbanskir fjölmiðlar segja sprengjum hafa rignt yfir vígi Hizbollah-skæruliða í Dahieh-hverfi í borginni. Engar fregnir hafa borist af mannfalli í árásunum. Svo virðist sem íbúar í hverfinu hafi komið sér á brott fyrir mánuði síðan og byggingar virðast standa auðar. Ísraelsher hefur varað íbúa á tilteknum svæðum í Beirút við yfirvofandi árásum og hvatt þá til að forða sér. Minnst þrettán Líbanar féllu og átján særðust í loftárás Ísraela annars staðar í landinu. Síðan í morgun hefur flugskeytum Hizbollah-skæruliða rignt yfir hafnarborgina Haifa í Norður-Ísrael. Enn er þrýst á um að ályktun Frakka og Bandaríkjamanna, sem miðar að því að binda enda á átökin, verði lögð fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og greidd um hana atkvæði. Deilt er um orðalag og hvenær liðsflutningar til og frá Suður-Líbanon fari fram. Árangurslausum fundi í ráðinu lauk í gærkvöldi en áætlað er að áfram verði fundað síðar í dag. Bandaríkjamenn segjast vongóðir um að hægt verði að greiða atkvæði um nýja ályktun í dag. Rússar eru þó ekki jafn vongóðir og leggja til að átökum verði hætt í þrjá sólarhringa svo hægt verði að koma hjálpargögnum til nauðstaddra í Suður-Líbanon. Meðan sprengjum var varpað á Beirút í morgun átti Fuad Saniora, forsætisráðherra Líbanons, fund með David Welch, aðstoðar utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í miðri höfuðborginni. Líbanar munu enn hafa eitthvað við ályktunardrög Frakka og Bandaríkjamanna að athuga þó breytingar hafi þegar verið gerðar á orðalaginu að hluta. Líbanar hafa krafist þess að Ísraelsher hverfi á brott frá Líbanon um leið og vopnahlé taki gildi. Þá muni líbönsk stjórnvöld senda fimmtán þúsund hermenn til suðurhluta landsins. Ísraelar taka hins vegar ekki í mál að hverfa á brott frá Suður-Líbanon fyrr en alþjóðlegt herliði hafi verið sent þangað en það getur tekið margar vikur og jafnvel mánuði.
Erlent Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira