Leiðtogi Hizbollah lýsir yfir sögulegum sigri 14. ágúst 2006 21:41 Mynd/AP Leiðtogi Hizbollah segir samtökin hafa unnið sögulegan sigur í baráttu sinni við Ísraela. Í ávarpi sem sjónvarpað var hálfum sólahring eftir að vopnahlé tók gildi sagði hann ótímabært að ræða um að afvopna liðsmenn Hizbollah. Sayyed Hassan Nasrallah, leiðtogi Hizbollah, sagði skæruliða sína hafa unnið hernaðarlega mikilvægan sigur á Ísraelum. Hann gangrýndi stjórnmálamenn í Líbanon sem hefðu byrjað að ræða um að afvopna Hizbollah áður en ísraelskir hermenn væru að fullu horfnir frá Suður-Líbanon. Nasrallah bætti því við að liðsmenn samtakanna ætluðu á morgun að hefja endurbyggingarstarf í Líbanon og reyna eftir fremsta megni að gera við hús sem hefðu eyðilagst í loftárásum Ísraela. Samtökin ætli auk þess að borga eigendum þeirra fimmtán þúsund heimila sem eyðilögðust í loftárásunum leigu til eins árs og kaupa fyrir það húsgögn. En það voru ekki bara Hizbollah-liðar sem hrósuðu sigri í dag. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, sagði í ræðu sinni á ísraelska þinginu í dag að ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé væri afrek fyrir Ísraela en auk þess hefði hún mikla þýðingu fyrir öll ríki hins frjálsa heims sem væru að berjast gegn hryðjuverkum. Bush Bandaríkjaforseti sagði í ræðu í kvöld að Hizbollah-liðar hefðu efnt til átaka síðustu vikna og þeir hefðu nú beðið ósigur. Hann sagði aðgerðir skæruliðanna hafa kostað fjölmörg mannslíf. Bush sagði Írana styðja við bakið á vopnuðum samtökum í Írak og Líbanon og því yrðu þeir að hætta. Forsetinn sagði Ísraela hafa rétt á að verja sig ef ráðist yrði á hermenn þeirra. En hver svo sem sigurvegarinn var þá er lángþráð vopnahlé í átökunum orðið að veruleika. Mörg þúsund Líbanar liggja í valnum, þorri þeirra saklausir borgarar. Hundrað fimmtíu og sjö Ísraelar hafa týnt lífi. Allt að níu hundruð þúsund Líbanar eru á vergangi og sunnan landamæranna hafa fimm hundruð þúsund manns hrakist frá heimilum sínum. Tjón á eignum í Líbanon er metið á hundrað sjötíu og átta milljarða króna og tjón í Ísrael er metið á sjötíu og átta milljarða. Erlent Fréttir Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Leiðtogi Hizbollah segir samtökin hafa unnið sögulegan sigur í baráttu sinni við Ísraela. Í ávarpi sem sjónvarpað var hálfum sólahring eftir að vopnahlé tók gildi sagði hann ótímabært að ræða um að afvopna liðsmenn Hizbollah. Sayyed Hassan Nasrallah, leiðtogi Hizbollah, sagði skæruliða sína hafa unnið hernaðarlega mikilvægan sigur á Ísraelum. Hann gangrýndi stjórnmálamenn í Líbanon sem hefðu byrjað að ræða um að afvopna Hizbollah áður en ísraelskir hermenn væru að fullu horfnir frá Suður-Líbanon. Nasrallah bætti því við að liðsmenn samtakanna ætluðu á morgun að hefja endurbyggingarstarf í Líbanon og reyna eftir fremsta megni að gera við hús sem hefðu eyðilagst í loftárásum Ísraela. Samtökin ætli auk þess að borga eigendum þeirra fimmtán þúsund heimila sem eyðilögðust í loftárásunum leigu til eins árs og kaupa fyrir það húsgögn. En það voru ekki bara Hizbollah-liðar sem hrósuðu sigri í dag. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, sagði í ræðu sinni á ísraelska þinginu í dag að ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé væri afrek fyrir Ísraela en auk þess hefði hún mikla þýðingu fyrir öll ríki hins frjálsa heims sem væru að berjast gegn hryðjuverkum. Bush Bandaríkjaforseti sagði í ræðu í kvöld að Hizbollah-liðar hefðu efnt til átaka síðustu vikna og þeir hefðu nú beðið ósigur. Hann sagði aðgerðir skæruliðanna hafa kostað fjölmörg mannslíf. Bush sagði Írana styðja við bakið á vopnuðum samtökum í Írak og Líbanon og því yrðu þeir að hætta. Forsetinn sagði Ísraela hafa rétt á að verja sig ef ráðist yrði á hermenn þeirra. En hver svo sem sigurvegarinn var þá er lángþráð vopnahlé í átökunum orðið að veruleika. Mörg þúsund Líbanar liggja í valnum, þorri þeirra saklausir borgarar. Hundrað fimmtíu og sjö Ísraelar hafa týnt lífi. Allt að níu hundruð þúsund Líbanar eru á vergangi og sunnan landamæranna hafa fimm hundruð þúsund manns hrakist frá heimilum sínum. Tjón á eignum í Líbanon er metið á hundrað sjötíu og átta milljarða króna og tjón í Ísrael er metið á sjötíu og átta milljarða.
Erlent Fréttir Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira