Viðskipti innlent

Aflaverðmæti dróst saman um milljarð

Fiski landað.
Fiski landað. Mynd/Jón Sigurður

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 33 milljörðum króna á fyrstu fimm mánuðum ársins. Þetta er 1 milljarði krónu meira en á sama tíma í fyrra. Að sögn Hagstofunnar hefur aflaverðmæti dregist saman um rúman milljarð króna eða 4 prósent á milli ára.

Þá var aflaverðmæti íslenskra skipa í maí tæpir 8 milljarðar króna en var 5,8 milljarðar króna á sama tíma fyrir ári.

Verðmæti afla sem seldur var í beinni sölu útgerða til vinnslu nam 13,5 milljörðum króna, sem er 8 prósenta samdráttur á milli ára. Verðmæti afla sem keyptur er á markaði til vinnslu innanlands jókst hins vegar um 18 prósent og nam hann 5,4 milljörðum króna. Aflaverðmæti sjófrystingar nam 9,9 milljörðum og jókst um 13 prósent frá því á síðasta ári. Þá nam verðmæti afla sem fluttur er óunninn út 3,4 milljörðum króna sem er 12 prósent aukning á milli ára.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×