Körfubolti

Pat Riley verður áfram með Miami

Pat Riley ætlar að þjálfa Miami eitt ár í viðbót
Pat Riley ætlar að þjálfa Miami eitt ár í viðbót NordicPhotos/GettyImages

Hinn sigursæli þjálfari Pat Riley, sem þjálfaði Miami Heat og stýrði liðinu til NBA meistaratitilsins í vor, hefur tilkynnt að hann muni þjálfa liðið áfram á næstu leiktíð. Riley hefur legið undir feldi í allt sumar og í dag gaf Miami út yfirlýsingu þar sem fram kemur að Riley verði áfram þjálfari liðsins.

Riley er auk þess forseti félagsins, en í desember á síðasta ári ákvað hann að reka Stan Van Gundy þjálfara og taka sjálfur við liðinu. Þessi ákvörðun var afar umdeild á sínum tíma, en Riley þaggaði niður í gagnrýnendum sínum þegar hann stýrði liðinu nokkuð óvænt til sigurs í vor eins og frægt er orðið.

Riley hefur unnið næst flesta sigra allra þjálfara í sögu NBA deildarinnar. Hann hóf ferilinn sem aðalþjálfari hjá LA Lakers og var þar afar sigursæll, fór þaðan til New York og kom því liði í úrslitin árið 1994 og hefur síðan verið þjálfari og síðar forseti Miami.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×