Fótbolti

Íslendingar þekktari fyrir skíðagöngu en knattspyrnu

Eiður Smári sker sig úr hópi frægra íslenskra skíðagöngumanna með árangri sínum á knattspyrnuvellinum að mati spænskra
Eiður Smári sker sig úr hópi frægra íslenskra skíðagöngumanna með árangri sínum á knattspyrnuvellinum að mati spænskra NordicPhotos/GettyImages

Á heimasíðu Barcelona er nú hægt að nálgast upplýsingar um feril Eiðs Smára Guðjohnsen sem knattspyrnumanns og þar kemur fram að hann hafi vissulega fetað í fótspor föður síns á knattspyrnuvellinum. Ekki virðast umsjónarmenn síðunnar vera jafn vel að sér í íslenskri íþróttasögu, því þar kemur fram að Íslendingar séu þekktari fyrir afrek sín í skíðagöngu en á knattspyrnuvellinum.

"Eiður Smári Guðjohnsen er fyrsti íslenski leikmaðurinn sem gengur í raðir Barcelona, en Íslendingar eru ef til vill þekktari fyrir handknattleik og skíðagöngu í íþróttaheiminum," segir á heimasíðu Barcelona.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×