Viðskipti innlent

Mæla með sölu í bréfum HB Granda

HB Grandi.
HB Grandi. Mynd/Valgarður

Greiningardeild Landsbanks segir afskráningu HB Granda af Aðallista Kauphallarinnar og skráningu á iSEC markað koma til með að hafa mikil áhrif á hluthafa félagsins. Sé hætt við að hluthafar læsist inni og er mælt með sölu á bréfum félagsins.

Greiningardeildin segir afkomu HB Granda lítillega yfir væntingum. Skýrist það að mestu af meiri veltu vegna hás afurðaverðs. Þá hafi tap félagsins numið 1,2 milljörðum króna sem er 200 milljörðum krónum undir spá deildarinnar. Þá segir deildin uppgjör HB Granda ágætt að teknu tilliti til veikingar krónunnar og neikvæðs gengismunar.

Sé því mælt með Landsbankinn segir afskráningu HB Granda af Aðallista Kauphallarinnar og skráningar á iSEC markaðinn hafa áhrif á hluthafa fyrirtækisins. Á iSEC markaðnum séu ekki í gildi sömu takmarkanir á dreifingu eignarhalds og ákvæði laga um yfirtökuskyldu gildi ekki. Þá sé upplýsingagjöf til fjárfesta minni. Seljanleiki hlutabréfa í félaginu og flot bréfanna muni einnig minnka sölu og sé hætt við að minni hluthafar læsist inni.

Í greiningunni segir að miðað við 13,6 prósenta ávöxtunarkröfu á eigið fé HB Granda og 2,5 prósenta framtíðarvöxt meti greiningardeildin virði félagsins 8,12 krónur á hlut. Vænt verð eftir 12 mánuði (e.target price) sé áætlað 9,22 krónur á hlut. Lokaverð HB Granda var 12,2 krónur á hlut eftir lokun markaða 25. ágúst síðastliðinn, að sögn greiningardeildar Landsbankans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×