Viðskipti innlent

Aukinn hagnaður Jarðborana

Hagnaður Jarðborana hf. á fyrri helmingi ársins nam 402 milljónum króna samanborið við 299 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Þá nam hagnaður félagsins á öðrum fjórðungi ársins tæpum 163 milljónum króna sem er 4 milljónum krónum minni hagnaður en á sama tíma í fyrra.

Í tilkynningu frá Kauphöll Íslands kemur fram að tekjur Jarðborana á fyrri helmingi ársins hafi numið tæpum 2,9 milljörðum króna samanborið við 2,3 milljarða árið á undan og sé veltuaukning því 23,4 prósent á milli ára.

Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 746 milljónum króna og er það 555 milljónum krónum meira en á sama tíma í fyrra.

Hagnaðurinn nemur 1,03 krónur á hlut samanborið við 0,76 krónur á síðasta ári.

Þá námu rekstrartekjur félagsins á öðrum ársfjórðungi námu rúmum 1,6 milljörðum króna en rekstrargjöld með afskriftum á ársfjórðungnum voru  tæplega 1,3 milljarðar króna. Á sama tíma fyrir ári námu gjöldin rétt rúmum milljarði.

Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) á fjórðungnum nam 445 milljónum króna samanborið við 330 milljónir á sama tímabili árið á undan og var rekstrarhagnaður 384 milljónir króna. Á sama tíma fyrir ári nam hagnaðurinn 269 milljónum króna.

Hagnaður Jarðborana nam 167 milljónum króna sem er 4 milljónum meira en á sama tíma í fyrra. Hagnaðurinn samsvaraði 10,1 prósenti af heildartekjum samanborið við 12,5 prósent af heildartekjum annars fjórðungs ársins 2005.

Samstæða Jarðborana samanstendur af móðurfélaginu Jarðborunum, Iceland Drilling Ltd., Björgun og Byggingafélaginu Húsi og eru félögin með rekstur á Íslandi og Azoreyjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×