Viðskipti innlent

Tap á rekstri Jeratúns

Frá Grundarfirði.
Frá Grundarfirði. Mynd/Ingi

Jeratún ehf., einkafyrirtæki í eigu Grundarfjarðarbæjar, Helgafellssveitar, Snæfellsbæjar og Stykkishólmsbæjar, sem sér um byggingu og rekstur skólahúsnæðis Fjölbrautaskóla Snæfellings í Grundarfirði, tapaði tæpum 14 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Á sama tíma fyrir ári skilaði fyrirtæki tæplega 7,4 milljóna króna hagnaði.

Tekjur Jeratúns námu 14,4 milljónum á tímabilinu en rekstrargjöld voru neikvæð um rúma 2,1 eina milljón krónu.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að skuldir séu til komnar vegna fjármögnunar framkvæmda við Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Sveitarfélögin ásamt ríkinu greiði húsaleigu sem á að standa undir afborgunum og vöxtum af lánum. Hafi eftistöðvar lána numið 470 milljónum króna í lok júní og voru eftirstöðvar í skilum.

Þá segir ennfremur að eigið fé Jeratúns hafi verið neikvætt um rúmar 5,6 milljónir króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×