Viðskipti innlent

Spá óbreyttum stýrivöxtum

Englandsbanki.
Englandsbanki. Mynd/AFP

Stjórn Englandsbanka fundar á fimmtudag til að ákveða hvort breytingar verði gerðar á stýrivöxtum í Bretlandi. Vextirnir voru hækkaðir í byrjun ágúst og standa nú í 4,75 prósentum. Greiningardeild Glitnis hefur eftir fréttaveitunni Bloomberg að líkur séu á óbreyttum stýrivöxtum.

Í Morgunkorni Glitnis segir að Bloomberg hafi eftir 49 hagfræðingum að þeir spái óbreyttu vaxtastigi. Vextir í framvirkum samningum og spár sérfræðinga bendi þó til að Englandsbanki muni hækka vexti fyrir áramót og muni þeir standa í 5 prósentum í árslok.

Þá segir greiningardeildin að mikill hagvöxtur hafi mælst í Bretlandi á öðrum ársfjórðungi og hafi hann ekki verið jafn mikill í tvö ár. Í endurskoðaðri spá bankans á árinu er reiknað með 3 prósenta verðbólgu og 2,8 prósenta hagvexti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×