Viðskipti erlent

Olían lækkar í verði

Verð á hráolíu lækkaði nokkuð í framvirkum samningum í dag og fór niður fyrir 69 bandaríkjadali á tunnu á helstu fjármálamörkuðum og hefur verðið ekki verið lægra síðastliðnar 10 vikur. Helsta ástæðan eru færri og minni fellibyljir á yfirstandandi tímabili við Bandaríkin og auknar olíubirgðir þar í landi.

Verð á hráolíu, sem afhent verður í október, lækkaði um 54 sent í rafrænum viðskiptum í kauphöllinni í New York í Bandaríkjunum og fór í 68,64 dali á tunnu en þetta er lægsta verð fyrir tunnuna síðan í júnílok. Þá lækkaði olíuverðið um 75 sent á markaði í Lundúnum og fór í 68,40 dali á tunnu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×