BAE selur hlutina í Airbus 7. september 2006 08:07 Stjórn breska félagsins British Aerospace (BAE) hefur samþykkt að selja 20 prósenta hlut sinn í evrópska flugvélaframleiðandanum Airbus til fransk-þýska félagsins EADS, stærsta hluthafa í Airbus, sem á 80 prósent hlutafjár fyrir. Kaupverð er talið nema 2,75 milljörðum evra eða tæplega 245 milljörðum íslenskra króna. Hluthafar BAE eiga þó eftir að samþykkja söluna. Ef af henni verður mun EADS eignast allt hlutafé í Airbus. 13.000 manns vinna hjá Airbus í Bretlandi en þar eru vængir Airbus-flugvéla framleiddir en að sögn breska ríkisútvarpsins, BBC, er ekki talið að sala BAE á bréfunum muni hafa áhrif á þá. EADS og Airbus hafa gengið í gegnum erfitt ár vegna tafa á framleiðslu risaþota af gerðinni A380, einnar stærstu farþega þotu í heimi. Afhending á flugvélunum hefur dregist tvívegis og hefur gengi hlutabréfa í báðum félögum lækkað mikið auk þess sem stjórnendur beggja fyrirtækja hafa þurft að taka poka sinn. Tilraunaflug á A380 risaþotum fóru fram með fullri áhöfn og farþegum í síðustu viku og er búist við að fyrsta þotan af þessari gerð verði afhent í lok árs. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Stjórn breska félagsins British Aerospace (BAE) hefur samþykkt að selja 20 prósenta hlut sinn í evrópska flugvélaframleiðandanum Airbus til fransk-þýska félagsins EADS, stærsta hluthafa í Airbus, sem á 80 prósent hlutafjár fyrir. Kaupverð er talið nema 2,75 milljörðum evra eða tæplega 245 milljörðum íslenskra króna. Hluthafar BAE eiga þó eftir að samþykkja söluna. Ef af henni verður mun EADS eignast allt hlutafé í Airbus. 13.000 manns vinna hjá Airbus í Bretlandi en þar eru vængir Airbus-flugvéla framleiddir en að sögn breska ríkisútvarpsins, BBC, er ekki talið að sala BAE á bréfunum muni hafa áhrif á þá. EADS og Airbus hafa gengið í gegnum erfitt ár vegna tafa á framleiðslu risaþota af gerðinni A380, einnar stærstu farþega þotu í heimi. Afhending á flugvélunum hefur dregist tvívegis og hefur gengi hlutabréfa í báðum félögum lækkað mikið auk þess sem stjórnendur beggja fyrirtækja hafa þurft að taka poka sinn. Tilraunaflug á A380 risaþotum fóru fram með fullri áhöfn og farþegum í síðustu viku og er búist við að fyrsta þotan af þessari gerð verði afhent í lok árs.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira