Viðskipti erlent

Búist við óbreyttum stýrivöxtum

Englandsbanki.
Englandsbanki. Mynd/AFP

Stjórn Englandsbanka ákveður stýrivaxtastig í Bretlandi að loknum fundi sínum fyrir hádegi í dag. Stýrivextirnir standa nú í 4,75 prósentum. Greiningaraðilar búast almennt við óbreyttum vöxtum nú en hækkun síðar á árinu, jafnvel í nóvember.

Stjórn bankans hækkaði stýrivexti í Bretlandi um 25 punkta í síðasta mánuði og var það fyrsta vaxtahækkunin í tvö ár.

Verðbólga dróst saman í Bretland um 0,1 prósentustig í júlí og mældist 2,4 prósent. Spá greiningaraðila fyrir óbreyttu vaxtastigi nú byggist á því að þeir vöruflokkar, svo sem eldsneyti, sem hafa hækkað mikið í verði það sem af er ári hafa lækkað nokkuð að undanförnu. Engu að síður er verðbólgan yfir 2 prósenta verðbólgumarkmiðum Englandsbanka og líkur á að verðbólgan fari allt upp í 3 prósent hækki verð á eldsneyti og öðrum vöruflokkum frekar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×