Fótbolti

Nistelrooy skoraði þrennu

Ruud van Nistelrooy fagnar einu marka sinna ásamt félögum sínum í kvöld.
Ruud van Nistelrooy fagnar einu marka sinna ásamt félögum sínum í kvöld. Getty Images

Hollenski framherjinn Ruud van Nistelrooy fór hamförum og skoraði þrennu þegar Real Madrid burstaði Levante 4-1 á útivelli í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Þetta var fyrsti sigur Real í deildinni í ár.

Nistelrooy opnaði markareikning sinn fyrir Real á 17. mínútu og Antonio Cassano, sem lék með Hollendingnum í framlínunni, skoraði annað markið. Nistelrooy bætti síðan við tveimur mörkum í síðari hálfleik og í millitíðinni lét hann markmann Levante verja frá sér vítaspyrnu. Jose Antonio Reyes lék sinn fyrsta leik fyrir Real.

Sevilla tyllti sér í toppsæti deildarinnar eftir tvær umferðir með því að vinna Real Sociedad á útivelli, 3-1. Freddie Kanoute, fyrrum leikmaður Tottenham, skoraði tvö marka Sevilla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×