Viðskipti innlent

Spá lægri verðbólgu

KB banki.
KB banki.

Hagstofa Íslands birtir verðbólgutölur fyrir september á morgun. Greiningardeild KB banka spáir því að verðbólga hafi hækkað um 0,8 prósent frá fyrri mánuði og að 12 mánaða verðbólga lækki úr 8,6 prósentum í 7,8 prósent.

Í hálffimm fréttum greiningardeildarinnar segir að helstu áhrifavaldarnir nú séu lok sumarútsala, ýmsar þjónustuverðshækkanir og hækkun á mat- og drykkjarvörum. Það sem vegi á móti þessum hækkunum sé lækkun á bensínverði og kólnun á fasteignamarkaði.

Greiningardeild telur nokkuð líklegt að verðbólgutoppnum hafi verið náð í síðasta mánuði þegar 12 mánaða verðbólga mældist 8,6 prósent. Þó sé líklegt að verðbólga fari aðeins upp á fjórða fjórðungi þessa árs og verði á bilinu 8-8,5 prósent og telur deildin að verðbólga muni haldast há fram á lok fyrsta ársfjórðungs á næsta ári. Eftir það muni hún taka að lækka nokkuð skarpt, að mati greiningardeildarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×