Viðskipti erlent

Verðbólga eykst í Bretlandi

Englandsbanki.
Englandsbanki. Mynd/AFP

Verðbólga jókst um 0,1 prósentustig í Bretlandi í ágúst og mælist verðbólga í landinu 2,5 prósent. Þetta er fjórði mánuðirinn í röð sem hún stendur yfir 2 prósenta verðbólgumarkmiðum Englandsbanka.

Sérfræðingar segja þetta auka líkurnar á að Englandsbanki hækki stýrivexti í landinu á næsta vaxtaákvörðunarfundi bankans í nóvember. Bankinn hækkaði vextina síðast um 25 punkta í ágúst og standa þeir nú í 4,75 prósentum.

Haft var eftir Mervyn King, seðlabankastjóra Englandsbanka, eftir síðustu stýrivaxtahækkun að helmingslíkur séu á því að verðbólga fari yfir 3 prósent í Bretlandi á næstu sex mánuðum og miklar líkur á því að það gerist á næstu tveimur árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×