Viðskipti erlent

Margir án atvinnu í Bretlandi

Atvinnuleysi mældist 5,5 prósent í Bretlandi á öðrum fjórðungi ársins en þetta jafngildir því að 1,7 milljónir manna hafa verið án atvinnu í landinu. Atvinnuleysi í Bretlandi hefur ekki verið meira í sex ár, samkvæmt útreikningum bresku hagstofunnar.

Á sama tíma fyrir ári voru rúmar 1,4 milljónir manna án atvinnu í Bretlandi og hefur þeim fjölgað um 280.000 á milli ára. Atvinnuleysi jókst mest hjá starfsfólki í mennta- og heilbrigðisgeiranum og í opinberri stjórnsýslu.

Þrátt fyrir að atvinnuleysi hafi ekki verið hærra frá því árið 2000 í Bretlandi fækkaði þeim sem sóttu um atvinnuleysisbætur á milli ára.  

Óttast er að atvinnuleysi komi til með að aukast nokkuð í Bretlandi á næstu mánuðum vegna minni hagvaxtar. 

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær hins vegar líkur á því að atvinnuleysi myndi dragast saman. Stjórnarandstöðuflokkarnir gagnrýndu hann harðlega fyrir að brjóta þá hefð sem myndast hefur og tjá sig sig um tölur hagstofunnar áður en þær eru birtar opinberlega.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×