Sport

Wayne Rooney hefur ekki gert neitt

Roy Keane er kominn aftur í enska boltann með allar byssur hlaðnar
Roy Keane er kominn aftur í enska boltann með allar byssur hlaðnar NordicPhotos/GettyImages

Harðjaxlinn Roy Keane er enn með munninn fyrir neðan nefið og í helgarviðtali við breska blaðið The Sun, segir Keane meðal annars að hann haldi aðeins sambandið við sjö af fyrrum félögum sínum í Manchester United og segir að þó Wayne Rooney hafi vissulega bjarta framtíð fyrir sér - þurfi fólk ekkert að missa sig yfir honum, því hann hafi ekki unnið okkurn skapaðan hlut á knattspyrnuvellinum hingað til.

Keane segir að hann haldi sambandið við þá Ruud van Nistelrooy, Ole Gunnar Solskjaer, Gary Neville, Nicky Butt, John O'Shea, Quinton Fortune og Ryan Giggs og segir að þetta séu einu mennirnir sem hann hefur í símaskránni í farsíma sínum. Hann segir líka að Wayne Rooney eigi langt í land með að sanna sig sem sigurvegari á knattspyrnuvellinum.

"Í mínum augum á Rooney enn eftir að sanna sig og á mikið eftir ógert. Wayen hefur ekki unnið neitt ennþá og ég er viss um að hann myndi segja það sama sjálfur. Hann hefur vissuelga möguleika á að verða frábær knattspyrnumaður, en ég dæmi menn á mörgum árum - ekki einu eða tveimur.

Wayne Rooney hefur framtíðina fyrir sér á sama hátt og ég á framtíðina fyrir mér sem góður knattspyrnustjóri. Það að vera efnilegur er eitt - það að gera það er allt annað," sagði írski skaphundurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×