Þrettán námuverkamenn létust og þrjátíu og sex særðust þegar sprenging varð í kolanámu í austurhluta Úkraínu í morgun. Fjögur hundruð voru að störfum í námunum þegar sprengingin varð og þurfti að rýma námurnar. Hundrað og fimmtíu starfsmenn sem starfa í þeim hluta námanna sem er lengst frá sprengingunni héldu þó áfram störfum. Frá falli Sovétríkjanna árið 1991 hafa tæplega 4300 námamenn látist í Úrkaínu.
Þrettán létust í námuslysi í Úkraínu
