Erlent

Lögregla beitti táragasi á mótmælendur

Mynd/AP
Lögreglan beitti táragasi á mótmælendur sem söfnuðust í nótt saman þriðju nóttina í röð í Búdapest í Ungverjalandi. Fólkið krefst þess að forsætisráðherra landsins segji af sér eftir að hann varð uppvís um að ljúga um stöðu efnahagmsmála í landinu. Um fimmtán þúsund manns tóku þátt í mótmælunum. AP fréttastofan hefur eftir embættismanni í Ungverjalandi að ríkisstjórnin íhugi að setja á útgöngubann til að koma í veg fyrir frekari mótmæli. Eitt hundrað og fjörtíu lögreglumenn hafa slasast í átökum síðustu þriggja daga og hátt í hundrað og fjörtíu hafa verið handteknir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×