Geimferjan Atlantis lenti heilu og höldnu með sex geimfara innanborðs í Houston í Texas í morgun eftir velheppnaða ferð í Alþjóðlegu geimstöðina til að halda áfram framkvæmdum á henni.
Ferjunni var lent degi síðar en áætlað var þar sem vart hafði orðið við brak utan við ferjuna á ferð hennar frá Alþjóðlegu geimstöðinni.
Óttast var að eitthvað hefði losnað af ferjunni en svo reyndist ekki vera. Ferð Atlantis gekk að nær öllu leyti eins og best verður á kosið.
Framkvæmdum við geimstöðina verður nú haldið áfram og fjórtán geimferðir þangað áætlaðar til viðbótar. Gert er ráð fyrir að geimstöðin verði fullkláruð árið 2010.