Bin Laden sagður hafa látist úr taugaveiki 23. september 2006 12:06 Yfirvöld í Pakistan segjast ekki hafa fengið fréttir af því að Osama bin Laden, leiðtogi al Kaída hryðjuverkasamtakanna, hafi látist úr taugaveiki þar í landi. Franskt dagblað fullyrðir það í dag og vitnar þar til leyniskýrslu sem var lekið í blaðamann. Franska dagblaðið L´Est Republicain greinir frá því í dag að bin Laden hafi sýkst af taugaveiki og látist síðla í ágúst. Vitnað er til skýrslu frönsku leyniþjónustunnar sem var lekið í blaðamann. Þar segir að yfirvöld í Sádí Arabíu, heimalandi bin Ladens, séu sannfærð um að þetta hafi gerst og hann sé allur. Talsmaður franskra yfirvalda segist ekki geta staðfest þetta og bætti því við að rannskað yrði hver hefði lekið upplýsingum frá leyniþjónustunni. Háttsettir sendifulltrúar Pakistana draga frétt blaðsins í efa og segja yfirvöld í Íslamabad að engar upplýsingar um dauða bin Ladens hafi borist þeim og leyniþjónustur annarra ríkja ekki látið slíkt uppi eins og væri venjan í málum sem þessum. Bin Laden mun hafa flúið til Pakistan frá Afganistan þegar alþjóðlegt herlið, undir stjórn Bandaríkjamanna, hrakti Talíbana frá völdum þar árið 2001. Hann var eltur þangað en hefur tekist að fara huldu höfði. Engar traustar vísbendingar munu hafa borist um hugsanlega dvalarstaði bin Ladens í tvö ár en hann er talinn hafa haldið til í fjallarhéruðum við landamæri Afganistans og Pakistans. Síðasta myndbandsupptaka af bin Laden var birt síðla árs 2004. Fjölmargar hljóðupptökur hafa þó verið sendar út fyrr á þessu ári en gæði þeirra þótt það slæm að ekki hefur verið hægt að staðfesta svo óyggjandi sé að um rödd bin Ladens hafi verið að ræða og hversu nýlegar upptökurnar séu. Háttsettur talsmaður Talíbana slær einnig á fréttir franska blaðsins í morgun, segir ekkert benda til þess að bin Laden sé látinn og uppljóstranir þess efnis séu áróður gegn heilögum stríðsmönnum. Erlent Fréttir Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Kveikti í konu í lest Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Fleiri fréttir Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Sjá meira
Yfirvöld í Pakistan segjast ekki hafa fengið fréttir af því að Osama bin Laden, leiðtogi al Kaída hryðjuverkasamtakanna, hafi látist úr taugaveiki þar í landi. Franskt dagblað fullyrðir það í dag og vitnar þar til leyniskýrslu sem var lekið í blaðamann. Franska dagblaðið L´Est Republicain greinir frá því í dag að bin Laden hafi sýkst af taugaveiki og látist síðla í ágúst. Vitnað er til skýrslu frönsku leyniþjónustunnar sem var lekið í blaðamann. Þar segir að yfirvöld í Sádí Arabíu, heimalandi bin Ladens, séu sannfærð um að þetta hafi gerst og hann sé allur. Talsmaður franskra yfirvalda segist ekki geta staðfest þetta og bætti því við að rannskað yrði hver hefði lekið upplýsingum frá leyniþjónustunni. Háttsettir sendifulltrúar Pakistana draga frétt blaðsins í efa og segja yfirvöld í Íslamabad að engar upplýsingar um dauða bin Ladens hafi borist þeim og leyniþjónustur annarra ríkja ekki látið slíkt uppi eins og væri venjan í málum sem þessum. Bin Laden mun hafa flúið til Pakistan frá Afganistan þegar alþjóðlegt herlið, undir stjórn Bandaríkjamanna, hrakti Talíbana frá völdum þar árið 2001. Hann var eltur þangað en hefur tekist að fara huldu höfði. Engar traustar vísbendingar munu hafa borist um hugsanlega dvalarstaði bin Ladens í tvö ár en hann er talinn hafa haldið til í fjallarhéruðum við landamæri Afganistans og Pakistans. Síðasta myndbandsupptaka af bin Laden var birt síðla árs 2004. Fjölmargar hljóðupptökur hafa þó verið sendar út fyrr á þessu ári en gæði þeirra þótt það slæm að ekki hefur verið hægt að staðfesta svo óyggjandi sé að um rödd bin Ladens hafi verið að ræða og hversu nýlegar upptökurnar séu. Háttsettur talsmaður Talíbana slær einnig á fréttir franska blaðsins í morgun, segir ekkert benda til þess að bin Laden sé látinn og uppljóstranir þess efnis séu áróður gegn heilögum stríðsmönnum.
Erlent Fréttir Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Kveikti í konu í lest Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Fleiri fréttir Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Sjá meira