Viðskipti innlent

Hagnaður Avion Group undir væntingum

Magnús Þorsteinsson, starfandi stjórnarformaður Avion Group.
Magnús Þorsteinsson, starfandi stjórnarformaður Avion Group.

Avion Group skilaði rétt rúmlega 201,5 milljóna króna hagnaði á þriðja ársfjórðungi reikningsársins sem lauk í júlí. Þetta er undir væntingum stjórnenda félagsins en bæði KB banki og Landsbankinn reiknuðu með að félagið myndi skila yfir fimm milljarða króna hagnaði á fjórðungnum.

Sala eignarhlutar í Avion Aircraft Trading hefur ekki gengið eftir líkt og áformað var en stjórnendur félagsins höfðu búist við hún myndi ganga í gegn á þriðja ársfjórðungi og byggðist spá bankanna á þeirri sölu.

Í tilkynningu frá félaginu segir að rekstrartekjur á tímabilinu hafi numið tæpum 48,1 milljarði króna en rekstrargjöld voru neikvæð um 46,7 milljarða krónur.

Eigið fé Avion Group nam tæpum 37,2 milljörðum króna í júlílok og var eiginfjárhlutfall 25 prósent.

Þá nam tap Avion Group á fyrstu níu mánuðum ársins 4,9 milljörðum króna.

Sala eignarhlutar í Avion Aircraft Trading hefur ekki gengið eftir líkt og áformað var en stjórnendur félagsins höfðu búist við hún myndi ganga í gegn á þriðja ársfjórðungi.

Rekstur Avion er árstíðabundinn og myndast hagnaður á seinni hluta rekstrarársins.

Áætlanir Avion Group fyrir yfirstandandi ár gera ráð fyrir minni framlegð en stefnt var að og segir í tilkynningu frá félaginu að fjórði ársfjórðungur verði fyrirtækinu erfiður, aðallega vegna erfiðra markaðsaðstæðna í Bretlandi. Hryðjuverkaógn og miklar seinkanir, óvenju heitt sumar, og hert öryggisgæsla hafi sett strik í reikninginn og megi búast við að framlegðarforsendur fjórða ársfjórðungs og þar með ársins í heild náist ekki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×