Viðskipti innlent

Mæla með stofnun heildsölubanka

Íbúðalánasjóður.
Íbúðalánasjóður.

Stýrihópur sem félagsmálaráðherra setti á fót í febrúar á þessu ári og var falið að efna til víðtæks samráðs um framtíðarstefnumótun um hlutverk og aðkomu stjórnvalda að íbúðalánamarkaðnum mælir með stofnun nýs heildsölubanka.

Hópurinn leitaði samráðs við yfir 20 hagsmunaaðila og fyrirtæki og hefur nú skilað ráðherra tillögum sínum auk athugasemda Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja.

Í niðurstöðu stýrihópsins segir að hann hafi lagt áherslu á nýja heildsöluleið, ef af verði, sem byggi á gagnsæi í verðlagningu og að samningssamband lánssamninga verði milli heildsölubankans og lántaka líkt og tíðkist erlendis. Slíkt kerfi sé mikið hagsmunamál neytenda og tryggi skilvirkni í fjármögnun og bestu fáanleg kjör.

Þá segir ennfremur að allir aðilar sem stýrihópurinn hafi rætt við hafi verið sammála um mikilvægi þess að almenn löggjöf yrði sett um sérvarin skuldabréf, sem geti skilað sambærilegum útlánakjörum og Íbúðalánasjóður býður í dag. Slíkt myndi auðvelda fjármögnun íbúðalána og gera hana hagkvæmari. Þá ætti nýr heildsölubanki ekki að njóta neinna samkeppnishamlandi sérréttinda, að því er segir í tillögum stýrihópsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×