Fótbolti

Mark Saha var frábært

Ferguson gat þakkað Louis Saha sigurinn á Benfica í kvöld
Ferguson gat þakkað Louis Saha sigurinn á Benfica í kvöld NordicPhotos/GettyImages

Sir Alex Ferguson sá aðeins það jákvæða við leik sinna manna í sigrinum á Benfica í meistaradeildinni í kvöld og hrósaði frábæru einstaklingsframtaki Louis Saha sem á endanum réði úrslitum í leiknum.

Enska liðið var hreint út sagt lélegt í fyrri hálfleik og oft á tíðum var eins og leikmennirnir ellefu væru að spila sinn fyrsta leik saman. Leikur liðsins skánaði í síðari hálfleik, en ef ekki hefði verið fyrir töfra franska sóknarmannsins, hefði United líklega þurft að sætta sig við stigið í leik sem lengst af var lítið fyrir augað.

"Þetta var frábær spyrna hjá Louis. Undirbúningurinn var góður og hann kláraði færið með góðu skoti með vinstri fæti," sagði Ferguson. "Mér þótti þetta ágæt frammistaða þó fyrri hálfleikurinn hefði verið nokkuð erfiður, en í þeim síðari náðum við að skapa meira pláss á miðjunni og eftir það gekk þetta betur. Ég vona því að sjálfstraust minna manna hafi aukist eftir leikinn," sagði Ferguson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×