Sport

Newcastle - Levadia Tallin í beinni

Kristinn Jakobsson verður í sviðsljósinu á St. James Park í kvöld
Kristinn Jakobsson verður í sviðsljósinu á St. James Park í kvöld Mynd/Róbert

Sjónvarpsstöðin Sýn mun sýna beint frá leik Newcastle og eistneska liðsins Levadia frá Tallin klukkan 18:35 í kvöld, en leikurinn er ekki síst merkilegur fyrir þær sakir að þar verður íslenskur dómarakvartett að störfum.

Dómari leiksins verður enginn annar en kjötiðnaðarmaðurinn knái Kristinn Jakobsson en honum til aðstoðar verða þeir Pjetur Sigurðsson og Ólafur Ingvar Guðfinnsson og fjórði dómari er Garðar Örn Hinriksson.

Fyrri leik liðanna í Eistlandi lauk með sigri enska liðsins 1-0 og væntanlega verður sigur því formsatriði fyrir Newcastle. Levadia er þó sýnd veiði en ekki gefin, en liðið hefur verið á mikilli uppleið allt frá því það var stofnað árið 1999 og lagði meðal annars hollenska liðið Twente í forkeppninni.

Lið Newcastle: Harper, Krul, Carr, Bernard, Bramble, Moore, Taylor, Ramage, Huntington, Parker, Butt, Duff, Emre, N'Zogbia, Milner, Pattison, Ameobi, Martins, Sibierski, Luque.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×