Enski boltinn

Srnicek kominn aftur til Newcastle

Srnicek átti stutta viðdvöl hjá West Ham og Portsmouth fyrir nokkrum árum
Srnicek átti stutta viðdvöl hjá West Ham og Portsmouth fyrir nokkrum árum NordicPhotos/GettyImages

Hinn gamalreyndi tékkneski markvörður Pavel Srnicek hefur gert samning við enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle og verður varamarkvörður liðsins fram í janúar. Srnicek er öllum hnútum kunnugur á St James Park, en hann varði mark liðsins í sjö ár í upphafi síðasta áratugar. Hann er 38 ára gamall og spilaði síðast með liði í Portúgal.

"Pavel er búinn að vera að æfa með okkur í nokkra daga og ég verð að segja að hann er í ótrúlega góðu formi," sagði Glenn Roeder, stjóri Newcastle. "Hann er 38 ára gamall, en við höfum oft séð markverði eldri en það standa sig ágætlega og ég get sagt að við erum mjög ánægðir að fá svo traustan varamarkvörð til liðs við okkur - og ekki skemmir að hann hressir vel upp á liðsandann," sagði Roeder.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×