Enski boltinn

Krefst sönnunargagna í árásum á ensku knattspyrnuna

Sam Allardyce var einn þeirra fjölmörgu sem komu illa út úr þætti BBC, Panorama, á dögunum
Sam Allardyce var einn þeirra fjölmörgu sem komu illa út úr þætti BBC, Panorama, á dögunum NordicPhotos/GettyImages

Brian Barwick vill að það sé á tæru að ef menn ætli sér að leggja fram gögn sem sýna eigi fram á spillingu í ensku knattspyrnunni, verði þeir að leggja fram gögn til að sanna mál sitt svo hægt sé að greina staðreyndir frá áróðri.

"Það er nú fjöldi fólks benda fingrinum á fótboltann og væna allt og alla um spillingu en menn beggja vegna borðsins verða þá að leggja fram gögn máli sínu til stuðnings. Við erum nú í óða önn að hafa samband við alla þá aðila sem að málinu koma og það er mjög mikilvægt að ásakanir og áróður sem er jafn alvarlegur og hér um ræðir, sé byggður á staðreyndum. Ef sýnt þykir að menn hafi gerst brotlegir í knattspyrnuheiminum, verða þeir að sjálfssögðu sóttir til saka," sagði Barwick, en margir hafa líkt því sem fram kom í sjónvarpsþættinum Panorama á BBC um daginn við nornaveiðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×